Jón Arnór Stefánsson var á kunnulegum slóðum í kvöld þegar lið hans Valencia spilaði gegn CAI Zaragoza í Zaragoza. Fyrir leik Valenica ósigraðir í Eurocup og þetta kvöldið breyttist ekkert. Valencia sigraði leikinn. 76:84 og Jón Arnór hefur líkað vel gömlu körfunar því hann setti 12 stig á sína fyrrum félaga á 17 mínútum. Jón bætti svo við 2 stoðsendingum og 3 fráköstum.
Með sigrinum hafa Valencia tryggt sig áfram í keppninni og fara í milliriðla (32 liða úrslit) þrátt fyrir að þrír leikir séu eftir í riðlinum.