spot_img
HomeFréttirJón Arnór á leikmannalista Portland

Jón Arnór á leikmannalista Portland

18:20

{mosimage}

Við á karfan.is fengum sendan tengil á leikmannalista Portland Trail Blazers fyrir sumardeildina. Þar vakti athygli okkar að Jón Arnór Stefánsson var á blaði hjá Portlandmönnum. Við gerðum okkur þó grein fyrir að eitthvað væri ekki eins og að ætti að vera því Jón Arnór er staddur á Íslandi svo við tókum upp símtólið og heyrðum í kappanum.

Jón Arnór sagði okkur Portlandmenn hafi viljað fá hann en hann hafi bara ekki haft tök á að fara núna.

Það er svo spurning hvað verður síðar. Þeir sem sjá um nba.com þar sem leikmannalistinn birtist hafa greinilega ekki verið að vinna heimavinnuna sína þar sem Jón Arnór er sagður frá Þýskalandi.

[email protected]

Mynd: www.euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -