15:50
{mosimage}
(Jón Arnar stýrði ÍR-ingum til bikarmeistaratitils í fyrra)
Bikarmeistarar ÍR-inga taka á móti Tindastólsmönnum í kvöld í 2. umferð Iceland Express-deildar karla og hefst leikurinn kl. 19:15 í Seljaskóla. Jón Arnar Ingvarsson þjálfari liðsins er bjartsýnn fyrir kvöldið en ÍR tapaði í 1. umferð fyrir Þór á Akureyri.
Jón Arnar sagði að það væri mikið af góðum liðum í deildinni og því þyrftu menn að vera tilbúnir í hvern einasta leik. ,,Mér líst vel á leikinn í kvöld og venjulega spilum við vel á heimavelli. Í leiknum fyrir norðan var ekki rétta stemningin í hópnum og ef menn eru ekki í rétta dampinum þá verður strögl.”
Jón Arnar sagði að staðan á liðinu mætti vera betri en nokkrir leikmenn eru að kljást við meiðsli. ,,Hreggviður hefur verið að kljást við meiðsli ásamt Ólafi Sigurðssyni og Króatanum okkar þannig að það vantar aðeins í liðið. Við æfðum vel í sumar en höfum verið að kljást aðeins við meiðsli nú í byrjum móts.”
Þessi lið mættust tvisvar í fyrra og Tindastóll vann báða leikina. Heimaleikinn 103-97 og svo útileikinn 78-94.
mynd: [email protected]