spot_img
HomeFréttirJólin mín: Jón Halldór Eðvaldsson

Jólin mín: Jón Halldór Eðvaldsson

16:00
{mosimage}

(Jón Halldór Eðvaldsson)

Keppnismaðurinn, þjálfarinn og Keflvíkingurinn Jón Halldór Eðvaldsson biður um einkaflugvél í jólagjöf og er fjarri því hrifinn af skötunni. Hvernig eru jólin hjá þessum litríka þjálfara?

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?
Þú ert að grínast er það ekki, ferð þú á Villa og biður um ónýtan hamborgara?

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Ferskur svínahryggur ( Purusteik )

Ferð þú í messu á aðfangadag?
Nei, ég man eftir því að hafa einu sinni farið og þá sofnaði ég.

Hvað langar þig í í jólagjöf?
Einkaflugvél

Áttu skemmtilega og snarpa jólasögu fyrir okkur?
Ég er ekki góður í að segja sögur, talaðu við Halldóru eða Pálínu þær eru góðar í að segja sögur.

Hvað ætlar þú að gera yfir hátíðarnar?
Ég ætla að slaka á og þjálfa liðin sem ég er með og svo auðvitað prófa nýju einkavélina mína, þ.e.a.s. ef ég verð heppninn.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
Það liggur í augum uppi, STÚFUR.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -