spot_img
HomeFréttirJóhann með 7 stig í stórsigri Merlins

Jóhann með 7 stig í stórsigri Merlins

15:00
{mosimage}

(Jóhann Árni Ólafsson)

Proveo Merlins tók á móti RSV Eintracht Stahnsdorf í þýsku Pro B deildinni í gær og höfðu liðsmenn Merlins öruggan 98-68 sigur í leiknum. Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson var í byrjunarliði Merlins og lék 19:38 mínútur.

 

Jóhann Árni gerði 7 stig í leiknum, tók 5 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Næsti leikur Merlins er á útivelli laugardaginn 18. október þegar liðið mætir TG Renesas Landshaut sem Mirko Virijevic leikur með. Merlins eru í 4. sæti Pro B deildarinnar en Landshaut í því fjórtánda.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -