23:20
{mosimage}
(Jesse Rosa fór á kostum í Keflavíkurliðinu í kvöld)
Bandaríkjamaðurinn Jesse Rosa fór á kostum í liði Keflavíkur í kvöld en hann kom um síðustu helgi frá SISU í Danmörku og hefur nú leikið þrjá leiki á fjórum dögum. Jesse Rosa setti 44 stig á Njarðvíkinga í kvöld ásamt því að taka 11 fráköst en hann var helsta driffjöðurin í sigri Keflavíkur á Njarðvík og leiddi Keflvíkinga áfram þegar mest á reyndi.
,,Ég gerði bara allt til þess að hjálpa Keflavík til að landa sigri í kvöld og það gekk vel eftir,“ sagði Rosa sem lék með SISU á laugardag og Keflavík á sunnudag og svo aftur í kvöld svo álagið hefur verið töluvert hjá kappanum síðustu daga. ,,Ég þurfti að teygja aðeins á mér í hálfleik en svo ætlar Sigurður þjálfari að gefa frí á morgun svo ég nái að hlaða batterýin,“ sagði Rosa og bætti við að það hefði ekki verið svo erfitt að komast inn í leik Keflavíkurliðsins.
,,Ég var með liðinu á undirbúningstímabilinu svo ég vissi hvernig þeir vilja spila. Nú horfum við bara á undanúrslitin en það er næsta verkefni,“ sagði Jesse Rosa hógvær í leikslok.