spot_img
HomeFréttirJerry Lewis Hollis semur við Blika

Jerry Lewis Hollis semur við Blika

Breiðablik hefur gengið frá ráðningu á Jerry Lewis Hollis um að leika með liðinu í 1. deild karla á næstu leiktíð. Hollis lék með Hamri á síðasta tímabili og miðað við tölurnar mun hann vera í oddinum á tilraun Blika til þess að komast að nýju í deild þeirra bestu.
 
Hollis var með 23,3 stig, 12,3 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Hamri og fór með þeim í úrslitarimmu gegn Val um að komast í Domino´s deildina þar sem Valsmenn höfðu betur að lokum.
 
Á heimasíðu Blika segir:
 
Jerry er 197 cm hár Bandaríkjamaður sem lék með Hamri í Hveragerði við góðan orðstýr á síðasta tímabili.  Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst ýmsar stöður á vellinum og skoraði rúm 23 stig og tók yfir 12 fráköst.  Þar áður lék hann fyrir Johnson C. Smith háskólann í NCAA2 deildinni í Bandaríkjunum.
 
Mynd/ Sævar Logi
  
Fréttir
- Auglýsing -