20:47:19
Minnesota Timberwolves urðu fyrir miklu áfalli í dag þeagr í ljós kom að miðherjinn öflugi Al Jefferson verður frá keppni út tímabilið vegna slitins liðbands í hné.
Jefferson er aðalstjarnan í liði Minnesota sem hefur verið að rétta hægt og rólega úr kútnum eftir að Kevin McHale tók við þjálfun liðsins. Hann kom til liðsins frá Boston Celtics fyrir Kevin Garnett fyrir síðasta tímabil og hefur skorað 23 stig, tekið 11 fráköst og varið tæp 2 skot í leik í vetur.
Óljóst þykir hvað Timberwolves geta gert til að bæta stöðu sína úr þessu, en nýliðinn Kevin Love hefur verið að bæta sig jafnt og þétt í vetur og gæti fært sig upp í miðherjastöðuna. Love er þó enn sem komið er afar óslípaður í sóknarleik sínum og gæti sóknarábyrgðin því lagst á framherjann RAndy Foye auk þess sem Mike Miller hefur ekki verið að sýna sitt besta í vetur og á mikið inni.
Raunar er lítið í spilunum hjá Minnesota í vetur þar sem að þeir eru löngu úr leik í keppninni um sæti í úrslitum eftir hryllilega byrjun á tímabilinu, en þó er alltaf leikið um sæmdina auk þess sem leiðin er ekki löng niður á botninn.
ÞJ