Boston Celtics valdi rétt í þessu leikmann Duke háskólans, Jayson Tatum, með þriðja valrétti NBA nýliðavalsins. Tatum er sagður einn besti sóknarmaður þessa nýliðahóps, en í 29 leikjum spiluðum skilaði kappinn 17 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik. Tatum kemur að sjálfsögðu inn í eitt besta lið deildrinnar frá síðasta ári og verður því áhugavert að sjá hvernig Brad Stevens, þjálfari Celtics, á eftir að nota hann á hans fyrsta ári í deildinni.
Brot af því besta frá Tatum: