spot_img
HomeFréttirJames Harden beint á djammið eftir leik

James Harden beint á djammið eftir leik

 

Stjörnuleikmaður Houston Rockets, James Harden, segist axla ábyrgðina á tapi hans manna fyrir San Antonio Spurs í 8 liða úrslitum NBA deildarinnar. Með 114 gegn 75 stiga sigri í nótt kláruðu Spurs dæmið 4-2. Harden að sjálfsögðu einn albesti leikmaður þessa tímabils leit alls ekki vel út á köflum í seríunni og sagðist bera þetta tap allt á sínum herðum.

 

 

Varðandi leik næturinnar sagði hann Spurs einfaldlega hafa verið betri aðilann og að hans menn hefðu aldrei komist í takt.

 

Hérna er spjall Harden við fjölmiðla eftir leik:

 

 

Þetta stoppaði Harden þó ekki í því að kíkja aðeins út á lífið eftir leikinn, en hann sást úti á lífinu með tónlistarmanninum Travis Scott, nokkrum leikmönnum fótboltaliðsins Houston Texans og Kylie Jenner.

 

Hér má heyra hvernig aðrir tjúttarar hylltu Harden með því að kyrja MVP:

Fréttir
- Auglýsing -