spot_img
HomeFréttirJalen Ross Riley látinn fara frá Þór fyrir George Beamon

Jalen Ross Riley látinn fara frá Þór fyrir George Beamon

 

Samkvæmt kaffid.is hefur Þór frá Akureyri ákveðið að láta erlendan leikmann sinn, Jalen Ross Riley, fara. Leikmaðurinn kom til félagsins síðasta sumar og hefur ekki þótt standa undir væntingum þó að hann hafi skorað 18 stig, tekið 5 fráköst og gefið 3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 6 leikjum sem hann hefur spilað það sem af er vetri.

 

Í staðinn fyrir hann hafa þeir ráðið nýjan erlendan leikmann, George Beamon. Beamon er 25 ára gamall, 187 sentímetra og 80 kílóa Bandaríkjamaður sem lék síðast fyrir háskólalið Manhattan Jaspers í bandarísku 1. deildinni. Þar skoraði hann 19 stig og tók 7 fráköst að meðaltali í leik. Hann mun verða með Þór á Akureyri þegar að þeir taka á móti nöfnum sínum úr Þorlákshöfn í næstu umferð Íslandsmótsins.

 

 

George Beamon – Highlights:

 

Fréttir
- Auglýsing -