spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaJakob sagðist halda áfram með KR á næsta tímabili eftir að fyrstu...

Jakob sagðist halda áfram með KR á næsta tímabili eftir að fyrstu deildar titillinn var í höfn “Við þurfum einhvernvegin að verða betri”

KR lagði Ármann í lokaumferð fyrstu deildar karla í Laugardalshöllinni í kvöld, 61-90. Með sigrinum tryggði KR sér efsta sæti deildarinnar og þar með beinan farmiða aftur upp í Subway deildina, en sigur kvöldsins var sá þrettándi í röð hjá félaginu í deildinni.

Tölfræði leiks

Úrslit kvöldsins

Karfan spjallaði við Jakob Sigurðarson þjálfara KR eftir leik í Laugardalshöllinni. Jakob var sáttur með frammistöðu liðsins í leiknum, á seinni hluta tímabils fyrstu deildarinnar og sagði hann mikilvægt að hafa sleppt við það að þurfa að fara í gegnum úrslitakeppni deildarinnar til að tryggja sig aftur upp. Enn frekar sagði hann að hann myndi halda áfram með liðið og að næsta verkefni þeirra væri að styrkja liðið í ákveðnum stöðum fyrir komandi átök í efstu deild.

Fréttir
- Auglýsing -