spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKR aftur í deild þeirra bestu eftir stutt stopp í fyrstu deildinni

KR aftur í deild þeirra bestu eftir stutt stopp í fyrstu deildinni

Sex leikir fóru fram í lokaumferð fyrstu deildar karla í kvöld.

Með sigri gegn Ármanni í Laugardalshöll tryggði KR sig beint aftur upp í Subway deildina. Í öðru sætinu, einum sigurleik fyrir aftan, hafnaði ÍR, en þar sem aðeins eitt lið fer beint upp munu þeir þurfa fara í 8 liða úrslitakeppni deildarinnar sem hefst eftir páska.

KR hafði fallið úr úrvalsdeildinni síðasta vor eftir 67 ára samfleytta veru í deild þeirra bestu. Á þessu tímabili var það svo aldrei spurning hvort liðið færi upp. Unnu 20 leiki og töpuðu aðeins tveimur, en sigurganga þeirra eftir áramót telur 13 leiki í röð.

Úrslit kvöldsins er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Tölfræði leikja

Staðan í deildinni

Úrslit kvöldsins

Fyrsta deild karla

Þór Akureyri 86 – 79 Skallagrímur

ÍR 94 – 72 Hrunamenn

ÍA 94 – 87 Selfoss

Ármann 61 – 90 KR

Snæfell 48 – 99 Sindri

Fjölnir 91 – 74 Þróttur

Fréttir
- Auglýsing -