spot_img
HomeFréttirJakob: Rétta skrefið fyrir mig

Jakob: Rétta skrefið fyrir mig

23:26
{mosimage}

 

(Jakob Örn Sigurðarson) 

 

Landsliðsbakvörðurinn Jakob Örn Sigurðarson er kominn heim til KR að nýju en hann og félagi hans Jón Arnór Stefánsson sömdu við Vesturbæjarliðið í dag til eins árs. Óhætt er að segja að þarna hafi KR-ingar fengið myndarlegan liðsauka og í einni svipan urðu svartir og hvítir ansi líklegir til að enda ofarlega í spá fjölmiðlamanna fyrir næstu leiktíð. Jakob sagði í samtali við Bryndísi Gunnlaugsdóttur að aldrei hafi annað lið komið til greina en KR hér á Íslandi og að þetta skref væri rétta skrefið fyrir hann að svo stöddu. Jakob segir því skilið við liðið Univer KSE í Ungverjalandi og gleður landann á parketinu í vetur.

 

Af hverju ákvaðst þú að koma aftur til Íslands?

Það var aðallega tilhlökkun af minni hálfu og löngun til þess að koma heim og fara aftur í raðir KR.

 

Voru önnur lið í spilunum en KR?

KR er mitt félag og það kom því aldrei neitt annað til greina.

 

Ertu með klásúlu í samningi þínum þess efnis að þú getir farið út á miðri leiktíðinni?

Nei, ég ákvað að ef ég myndi skrifa undir hjá KR þá yrði ég út tímabilið og svo myndi ég bara skoða hvað myndi gerast næsta sumar.

 

Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir ferilinn þinn, er þetta skref afturábak?

Þetta er rétta skrefið fyrir mig, mig langaði til þess að koma heim og fannst það vera eitthvað sem ég þurfti á að halda, að komast til minnar fjölskyldu og leika svo með KR. Ég hugsaði nú lítið um það hvort þetta væri skref afturábak eða fram á við.

 

Hver eru svo markmið vetrarins?

Þau mál hafa bara ekki verið rædd og ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar en við förum vitaskuld í alla leiki til að vinna og sjáum bara hvað gerist.

 

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Mynd: [email protected]  

Fréttir
- Auglýsing -