spot_img
HomeFréttirJakob með 15 stig í tapi Sundsvall

Jakob með 15 stig í tapi Sundsvall

 
Þeir Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson gerðu sneypuför til LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigri hefði Sundsvall getað jafnað LF Basket að stigum en þess í stað lágu drekarnir stórt á útivelli, 94-77.
Jakob Örn gerði 15 stig í leiknum, tók 4 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og var með 2 stolna bolta. Hlynur gerði 9 stig og tók 8 fráköst ásamt því að stela 2 boltum.
 
Næsti leikur Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni er 12. nóvember á heimavelli gegn Södertalje Kings.
 
Fréttir
- Auglýsing -