Jakob Örn Sigurðarson smellti niður 29 stigum í gærkvöldi þegar lið hans Sundsvall Dragons hafði öruggan 98-81 sigur á Uppsala í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob lék í 33 mínútur í leiknum og var auk þess með 5 fráköst og 4 stoðsendingar.
Eftir sigurinn er Sundsvall í 2.-3. sæti deildarinnar með 46 stig ásamt Plannja en Plannja er ofar þar sem þeir hafa betur innbyrðis gegn Sundsvall. Norrköping leiðir enn deildina eftir 78-92 útisigur á Eco Örebro í gærkvöldi en Norrköping hefur 52 stig.
Á föstudag er svo bræðrabylta þegar þeir mætast á parketinu Helgi Már Magnússon og Jakob Örn því Solna Vikings taka þá á móti Sundsvall Dragons í Solnahallen skammt utan við Stokkhólm.