spot_img
HomeFréttirIverson verður ekki með í Stjörnuleiknum: Stjörnurnar hrynja frá

Iverson verður ekki með í Stjörnuleiknum: Stjörnurnar hrynja frá

21:39 

{mosimage}

 

 

Þegar kemur að Stjörnuleikjahelgi í NBA deildinni er jafnan mikið um dýrðir. Bæði leikmenn og áhorfendur um heim allan gera sér þá glaðan dag í körfuboltanum. Hægt er að fylgjast með bestu nýliðum deildarinnar etja kappi, skytturnar í NBA deildinni munda fallbyssur sínar og troðkóngarnir reyna að koma með nýjar útfærslur og flottari en frá árinu áður. Þeir Stjörnuleikmenn sem leika í aðalleiknum sjálfum brydda svo upp á einn með öllu, tilþrif á borð við skrímslatroðslur og langskot sem stundum koma rétt innan við miðju, svona í svipuðum stíl og Magnús Gunnarsson á til að láta frá sér. Venju samkvæmt er alltaf eitthvað um brottföll og Stjörnuleikurinn í Las Vegas um næstu helgi er engin undantekning.

 

Allen Iverson hefur gefið það út að hann ætli ekki að vera með en hann er að jafna sig á ökklameiðslum sem hafa verið að angara hann. Steve Nash verður heldur ekki með sökum meiðsla í öxl og þá verður Yao Ming ekki heldur með því hann er jú alltaf meiddur kallinn.

 

Þó þessar þrjár stórstjörnur verði ekki með þá eru enn leikmenn á borð við Kobe Bryant og Dwyane Wade og fleiri sem munu skemmta okkur körfuknattleiksfólkinu svo það þýðir ekkert að örvænta.

Fréttir
- Auglýsing -