spot_img
HomeFréttirÍvar: Með betri leikmönnum sem ég hef þjálfað

Ívar: Með betri leikmönnum sem ég hef þjálfað

15:00

{mosimage}

Ívar Ásgrímsson þekkir Bárð Eyþórsson frá þeim tíma sem Ívar þjálfaði í Stykkishólmi. Við fengum hann til að lýsa Bárði.

,,Ég get ekki lýst Bárði sem þjálfara þar sem ég hef aldrei starfað undir honum og veit lítið um það sem hann hefur verið að gera fyrir utan það sem ég hef séð til hans liða. Aftur á móti var Bárður leikmaður undir minni stjórn og get ég lýst honum þannig.

Bárður er mikill keppnismaður og hafði mikið keppnisskap. Þrátt fyrir hans mikla skap þá var mjög þægilegt að hafa hann undir sinni stjórn, hann var gríðarlega hæfileikaríkur körfuboltamaður, var fljótur og gat hoppað hátt og er örugglega með betri leikmönnum sem ég hef þjálfað. Hann átti það þó til að missa stjórn á skapi sínu, bæði í leikjum og einnig á æfingum en honum rann fljótt reiðin.  Ég hef alltaf sagt að bestu leikmennirnir séu skapstórir og geti oft lent í vandræðum en ég held að allir þjálfarar vilji hafa svoleiðis leikmenn í sínum röðum og ég efa ekki að Bárður sé öðruvísi.

Bárður hefur þjálfað Snæfell, ÍR og nú Fjölni. Bestum árangri náði hann með sitt heimalið, Snæfell en náði samt ekki að klára með titli, þannig að hann vill örugglega ná sínum fyrsta stóra titli og það á móti sínum gömlu félögum. Það hlýtur þó að vera sárabót fyrir hann að ef hann nær ekki bikarnum þá gangi hann til sinna gömlu félaga.”

Þetta er það sem Lýður Vignisson sagði um Bárð:

 [email protected] Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -