Dusko Ivanovic, landsliðsþjálfari Bosníu og Hersegovínu, er nýr þjálfari gríska risaliðsins Panathinaikos. Íslendingar munu fá að kynnast Ivanovic síðsumars þegar hann stýrir Bosníumönnum gegn Íslendingum í undankeppni Evrópukeppninnar 2015.
Þessi 56 ára gamli Svartfellingur tók við Bosníu í janúar á þessu ári en hann hefur m.a. þjálfað Barcelona og Laboral Kutxa sem og svissneska landsliðið.
Grikkirnir sjálfir vænta þess að Ivanovic hressi til í röðum Panathinaikos og komi að yngri og efnilegum leikmönnum og ein helsta ástæða ráðningarinnar skv. heimasíðu FIBA Europe var sá agi sem Ivanovic ku vera þekktur fyrir.