spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaIva Georgieva framlengir í Kópavoginum

Iva Georgieva framlengir í Kópavoginum

Breiðablik hefur á nýjan leik samið við Iva Georgieva fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild kvenna. Iva hóf tímabilið með Snæfell, en kom svo til Blika um síðustu áramót. Í 18 leikjum fyrir félagið skilaði hún 14 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Iva Georgieva hefur samið um að leika með Breiðablik á næsta tímabili. Iva lék með Blikum frá síðustu áramótum en hún kom til okkar frá Snæfelli. Í þeim 18 leikjum sem Iva spilaði fyrir Blika setti hún að meðaltali 14.4 stig, tók 5.4 fráköst og gaf 2.4 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -