spot_img
HomeFréttirÍsrael of stór biti fyrir Ísland í dag

Ísrael of stór biti fyrir Ísland í dag

Ísland laut í lægra haldi gegn gríðarlega sterku liði Ísrael í átta liða úrslitum A-deildar Evrópumóts U20 landsliða sem fram fer í Grikklandi þessa dagana. 

 

Eftir jafna byrjun þá steig Ísrael framúr um miðjan annan leikhluta en Ísrael fann leiðir í gegnum góðan varnarleik Íslands og fyrir vikið þurfti Ísland að hafa mikið fyrir öllum sínum aðgerðum.

 

Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:

 

Gangur leiksins:

 

Leikurinn fór nokkuð jafnt af stað, Ísrael náði áhlaup í upphafi leiks sem Ísland svaraði. Leikur liðanna var í jafnvægi, lítið var skorað og allt leit út fyrir jafnan leik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-15. 

 

Um miðbik annars leikhluta tókst Ísrael að ná forystu þar sem Ísland náði engum takti varnarlega á meðan Ísrael voru klókir að finna leiðir að körfunni. Ævintýraleg lokakarfa fyrri hálfleiks frá Halldóri Garðari kom muninum niður í sjö stig fyrir hálfleikinn 34-41. 

 

Þriðji leikhluti var síðan eign Ísrael. Ísland náði ekki að setja margar körfur á meðan sterkir bakverðir Ísrael voru sterkir. Ísrael gekk vel að á hlaup á bakvið vörn Íslands og komast þannig á körfuna en Ísland fann engin svör varnarlega við því. 

 

Það var hreinlega of erfitt að elta allan leikinn fyrir Ísland þegar kom í fjórða leikhluta. Lítil orka var eftir og spennufallið strax farið að segja til sín. Leikmenn sem höfðu fengið að spila lítið á mótinu fengu meiri spiltíma og stemmningin algjörlega með Ísrael. 

 

Lokastaðan 54-74 fyrir Ísrael. Ísland fer því ekki lengra á þessu móti en því er ekki lokið. Liðið leikur um 5-8 sæti mótsins á laugardag og sunnudag. 

 

 

Tölfræði leiksins:

 

Ísland tapaði frákastabaráttu leiksins nokkuð örugglega. Ísrael tók 59 fráköst og þar af 13 sóknarfráköst en Ísland tók 36 fráköst. Einnig fékk Ísrael mun fleiri stig úr teignum eða 42 gegn 26 hjá Íslandi. Ísland leiddi einu sinni leikinn með einu stigi í fyrsta leikhluta en þess utan var liðið allan tímann að elta. Umfram allt hitti Ísland ansi illa í dag eða 29%. 

 

Hetjan:

 

Enn og aftur er það Tryggvi Snær Hlinason sem var stjarna dagsins. Hann var með 12 stig, 14 fráköst og þrjú varin skot í leiknum. Hann hitti 60% í leiknum sem var mun meira en liðið í heild sinni. Þórir og Kristinn voru einnig mjög sterkir í dag auk þess sem Halldór Garðar var öflugur í fyrri hálfleik. 

 

 

Kjarninn:

 

Ísrael virðist einfaldlega hafa verið of stór biti í dag. Liðið hefur tekið gríðarlegum framförum frá fyrsta æfingaleik gegn Íslandi fyrr í sumar. Leikmenn liðsins spila meira sem lið og er sérstaklega vel skipulagt og agað lið. Bakverðir Ísrael eru líkamlega sterkari en þeir Íslensku sem var stærsti munurinn á liðunum. 

 

Íslenska liðið þarf einfaldlega að hitta á svo gott sem fullkominn leik til að eiga möguleika gegn jafn sterku liði og Ísrael en það var alls ekki reyndin í dag. Ísland hitti verulega illa og liðið náði aldrei upp stemmningunni sem einkenndi liðið í síðustu tveimur leikjum. 

 

Mótið er ekki búið fyrir Íslenska liðið. Leikið er uppá öll sætin á mótinu og mun Ísland því leika um sæti 5-8 á laugardag og sunnudag. Ísland mætir annað hvort Serbíu eða Frakklandi en leikur þeirra fer fram klukkan 16 í dag. Leikur Íslands á laugardag fer fram kl 18:15 á Íslenskum tíma. 

 

 

Myndasafn

 

Tölfræði leiksins

 

Viðtöl eftir leik: (Væntanlegt)

 

Umfjöllun, viðtöl og myndir / Ólafur Þór Jónsson

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -