Israel Martin tók við Tindastól í sumar en liðið hafði sigur í 1. deild og kemur með látum upp í úrvalsdeild. Stólunum var spáð 5. sæti á blaðamannafundi KKÍ í gær. Nýji þjálfarinn sagðist lofa því að liðið myndi berjast fram í fulla hnefa í hverjum leik.
Tindastóll hefur tímabilið á útivelli gegn Garðbæingum svo annað kvöld ætti að verða hörku leikur í Ásgarði í Garðabæ. Karfan TV ræddi við Israel Martin á árlegum blaðamannafundi KKÍ í gær.
Fyrsta umferð Domino´s deilda karla 2014-2015
9. október – fimmtudagur, 19:15
Skallagrímur – Keflavík
Stjarnan – Tindastóll
KR – Njarðvík
Snæfell – Fjölnir
10. október – föstudagur, 19:15
Haukar – Grindavík
Þór Þorlákshöfn – ÍR