Ísland sigraði Lúxemborg í fyrri vináttuleik liðanna í gærkvöldi með 78 stigum gegn 64. Logi Gunnarsson var að leika sinn 100 leik fyrir liðið og hélt uppá það með 19 stigum í leiknum og stigahæsti leikmaður liðsins. Íslendingar höfðu yfirhöndina í leiknum mest allan tímann og sigurinn í raun aldrei í hættu. Liðið var stutt dyggilega af þeim Íslendingum sem búa á svæðinu. Næsti leikur er á morgun kl16:00.
Myndir: KKÍ.is