spot_img
HomeFréttirÍslenskur sigur á Lúxemborg

Íslenskur sigur á Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið mætti Lúxemborg í næst síðasta leik sínum á Smáþjóðaleikunum í dag. Lúxemborg hafði unnið einn leik á mótinu gegn San Marínó líkt og íslenska liði og því von á jöfnum leik. Lúxemborg mættu mun sterkari til leiks og voru með 25-13 forystu eftir fyrsta leikhluta. Ísland beit frá sér í öðrum leikhluta og staðan að honum loknum 41-35. 

 

Ísland tók svo öll völd í fjórða leikhluta þar sem Ólafur Ólafsson var með öll sjö stig sín og Kári Jónsson setti stórar körfur. Ísland vann síðasta leikhlutann 22-10 og unnu því að lokum nokkuð öruggan 73-86 sigur á Lúxemborg. 

 

Kári Jónsson var stigahæstur með 18 stig og bætti við það 6 fráköstum. Kristinn Pálsson var öflugur með 13 stig og Tryggvi Snær Hlinason var með 6 stig og 11 fráköst. Spilatími íslenska liðsins dreifðist jafnt á milli leikmanna í leiknum.

 

Ísland spilar síðasta leik sinn á mótinu á morgun kl 13:00 að íslenskum tíma. Sá leikur er gegn Svartfjallalandi sem eru með sterkt lið í keppninni. 

 

Tölfræði leiksins
Fréttir
- Auglýsing -