spot_img
HomeFréttirÍslenskur leikmaður til Al Ittihad

Íslenskur leikmaður til Al Ittihad

Hinn hálf íslenski Andrée Fares Michelsson hefur samið við Al Ittihad í Sýrlandi fyrir komandi tímabil.

Anrée er 26 ára og er hálf íslenskur og hálf sænskur. Hann ólst upp í akademíu Malbas í Malmö, en síðan hann hóf að leika með meistaraflokk hefur hann leikið fyrir félög í Svíþjóð, Íslandi, Þýskalandi og nú síðast á Ítalíu þar sem hann lék fyrir Magic Chieti.

Al Ittihad er staðsett í Aleppo og leika þeir í efstu deild sýrlensku deildakeppninnar. Þeir hafa í 20 skipti unnið sýrlenska titilinn, nú síðast árið 2022.

Fréttir
- Auglýsing -