Undir 18 ára lið stúlkna tapaði fyrir Eistlandi með 22 stigum, 57-79, í lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi. Ísland endaði því með jafnmarga sigurleiki og bæði Noregur (5. sæti) og Eistland (3. sæti), en sökum innbyrðisviðureigna í fjórða sætinu.
Var það Finnland sem að sigraði þennan aldursflokk með 100% sigurhlutfall og Svíþjóð varð í öðru sæti, leik á eftir þeim.
Gangur leiks
Eistland byrjaði leik dagsins mun betur. Leiddu bróðurpart fyrsta leikhlutans, en Ísland náði þó að komast yfir undir lok hans, 17-16. Undir lok fyrri hálfleiksins sigldu eistar svo aftur frammúr. Þegr að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik leiddu þær, 31-37.
Í upphafi þriðja leikhlutans virtist Eistland ætl að slíta sig frá íslensku stúlkunum, en þökk sé tveimur þristum frá Kötlu Rún Garðarsdóttur, náðu þær ekki að gera það og Ísland gerði sig líklegt til þess að gera þetta að jöfnum leik aftur. Þriðji leikhlutinn endar svo 45-53, en rétt fyrir lok hans fékk miðherji liðsins, Birna Benónýsdóttir, sína fimmtu villu og þar með útilokun frá frekari þátttöku í leiknum.
Fjórði og síðasti leikhlutinn var svo hrein hörmung fyrir íslensku stelpurnar. Ekki vantði upp á ákefð eða vilja í liðið, en hlutirnir virtust hreinlega ekki vera að detta með þeim. Fór svo ð lokum að Eistland sigraði leikinn með 22 stigum, 57-79.
Tölfræðin lýgur ekki
Eistland fékk 21 stig af bekk sínum í dag á móti aðeins 3 frá Íslandi.
Best
Þóranna Kika Hodge Carr átti fínan dag fyrir Ísland. Skoraði 16 stig, tók 9 fráköst og gf 4 stoðsendingar á þeim 37 mínútum sem hún spilaði.
Viðtöl: