spot_img
HomeFréttirÍslenskir körfuknattleiksmenn á faraldsfæti

Íslenskir körfuknattleiksmenn á faraldsfæti

06:00

{mosimage}
(Magnús í leik gegn Reyní S. í 1. deildinni í vetur)

Þeir eru ófáir, íslensku körfuknattleiksmennirnir, sem leggja land undir fót og hyggja á nám erlendis næsta vetur. Einn þeirra er Magnús Björgvin Guðmundsson sem hefur spilað með Val frá unga aldri. Hann hefur hafið nám við Vancouver Film School í Vancouver Kanada.

Kanada hefur ekki verið þekkt fyrir að vera mikið körfuboltaland og aðspurður að því hvernig það væri að vera körfuboltamaður í Kanada var Magnús Björgvin hreint ekki viss. ,,Þú þyrftir að spyrja einhvern sem er að spila körfu í Kanada að því. Það er samt frekar gaman að sjá NBA á réttum tíma en ekki klukkan 4 um morgun.”

Magnús segist ekki vera viss um hvort hann fái sinn skammt að körfubolta úti. ,,Nei, ég hef verið að hugsa um að spila einhvern bolta einu sinni í viku en ég þarf að borga ansi drjúgan skilding fyrir það svo ég efa að það verði einhver bolti spilaður hérna. Því miður.”

Magnús var með Val í toppbaráttunni í 1. deild á seinasta tímabili en það vantaði ekki mikið uppá að liðið kæmist í Iceland Express deildina. Hann segist bjartsýnn á næsta tímabil hjá Val. ,,Ég held þeir komist upp, liðið er núna búið að vera saman í eitt tímabil og eftir því sem ég best veit er enginn að fara neitt svo ég er bjartsýnn.”

Hann er þó ekki viss hvað tæki við hjá honum á næsta ári eftir Kanada ferðina. ,,Það má Guð einn vita því ég hef ekki hugmynd um hvað gerist á næsta ári.”

Magnús lék 16 leiki með Val á síðustu leiktíð í öllum keppnum og skoraði 3.2 stig í leik.

Gísli Ólafsson

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -