spot_img
HomeFréttirÍslenska landsliðið mætt til Istanbúl - Mæta heimamönnum í Tyrklandi kl. 17:00...

Íslenska landsliðið mætt til Istanbúl – Mæta heimamönnum í Tyrklandi kl. 17:00 á morgun

Íslenska karlalandsliðið hefur leik á morgun í forkeppni Ólympíuleika 2024 með leik gegn heimamönnum í Tyrklandi.

Leikurinn er sá fyrsti af þremur sem liðið leikur næstu daga í keppninni, en til þess að komast upp úr riðil sínum þar sem þeir eru ásamt Tyrklandi með Búlgaríu og Úkraínu þarf liðið að vera í efstu tveimur sætunum. Nái þeir því munu þeir leika undanúrslit og svo úrslitaleik í næstu viku um að komast áfram á næsta stig keppninnar.

Leikur morgundagsins líkt og hinir leikir riðlakeppni mótsins verða í beinni útsendingu á RÚV, en á sunnudag mæta þeir Úkraínu og á þriðjudag Búlgaríu.

Hérna er heimasíða mótsins

Möguleikar Íslands á að tryggja sér farmiða á Ólympíuleikana í París

12 leikmanna lið Íslands í leikjunum í Tyrklandi:

Nafn · Lið (skráð hjá KKÍ) · Landsleikir

Elvar Már Friðriksson · PAOK, Grikklandi · 65

Hilmar Smári Henningsson · Haukar · 11

Jón Axel Guðmundsson · Victoria Libertas Pesaro, Ítalíu · 27

Kristinn Pálsson · Aris Leuuwarden, Hollandi · 28

Orri Gunnarsson · Haukar · 2

Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 13

Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Hamar · 62

Sigtryggur Arnar Björnsson · Tindastóll · 30

Styrmir Snær Þrastarson · Þór Þorlákshöfn · 11

Tryggvi Snær Hlinason · Bilbao Basket, Spánn · 60

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Oviedo, Spánn · 24

Ægir Þór Steinarsson (Fyrirliði) · Stjarnan · 82

Þjálfari: Craig Pedersen

Aðstoðarþjálfarar: Baldur Þór Ragnarsson og Pavel Ermolinskij

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -