spot_img
HomeFréttirÍslendingaslagur í Kildeskovshallen

Íslendingaslagur í Kildeskovshallen

SISU og Falcon mættust um helgina í Ungsenior deildinni í Danmörku. En Helena Hólm spilar fyrir SISU og Auður Kjartansdóttir spilar með Falcon.
 
SISU byrjaði leikinn mun betur og komst yfir 16 – 4 og leiddu 23-13 eftir fyrsta leikhluta. Falcon byrjaði annan leikhluta af krafti og skoruðu 10 stig á móti 2 stigum SISU. SISU skipti þá yfir í svæðisvörn og eftir það skiptust liðin á að skora og í hálfleik var staðan 37-41 fyrir Falcon.
 
Seinni hálfleikurinn var spennnandi og þegar rúm ein mínúta var eftir var staðan 63-63. Julie Kastrup kom SISU yfir þegar hún setti niður mikilvægan þrist úr hægra horninu. Falcon svaraði fyrir sig með fljótri körfu og voru þá rúmar 20 sekúndur eftir. SISU fór í sókn en náði ekki góðu skoti og Falcon stelpurnar voru fljótar að ná boltanum og keyra upp völlin og skora.
 
Staðan var þá 66-68 þegar 5,5 sekúndur voru eftir af leiktímanum og SISU tók leikhlé. Eftir leikhléið keyrði Laura Goor sterkt upp að körfunni og brotið var á henni og fékk hún 2 víti. Hún skoraði úr fyrra vítinu en senna geigaði. Mikil barátta var um frákastið en Falcon náði því ásamt því að brotið var á þeim. Það voru 2,2 sekúndur eftir þegar Falcon fór á vítalínuna. Fyrra vítið fór niður en ekki hið síðara og tíminn rennur út og leikurinn endaði 67-69 fyrir Falcon.
 
Helena var næst stigahæst fyrir SISU með 15 stig og Auður átti einnig góðan leik, þar sem hún reif niður fullt af fráköstum og skoraði 2 stig. Einnig má til gamans geta að Tinna Björk Sigmundsdóttir spilar með meistaraflokki Falcon.
 
Mynd: Helena Hólm er laus við hækjurnar

 
Fréttir
- Auglýsing -