21:43
{mosimage}
Logi Gunnarsson fagnar samherjunum
Keppni í neðri deildum á Spáni hófst núna um helgina. Íslendingar eiga þrjá fulltrúa þar í vetur. Damon Johnson og Pavel Ermolinskij leika með C.B. Ciudad de Huelva í LEB Gull deildinni sem er næst efsta deildin á Spáni. Þá er Logi Gunnarsson í Farho Gijon í LEB Platínum deildinni sem næst neðan við LEB Gull deildina.
Damon og Pavel hófu leik í gærkvöldi þegar lið þeir Huelva heimsótti Plus Pujol Lleida og sigraði 73-65. Hvorugur kappanna var í byrjunarliðið en Damon lék í rúmar 22 mínútur og skoraði 15 stig en Pavel lék einungis í rúmar 2 mínútur og tókst ekki að skora.
Logi og félagar í Gijon hófu svo leik í kvöld þegar þeir tóku á móti Deportes Blanes-BS Hoteles Almeria og sigruðu 95-82 eftir að hafa verið undir eftir fyrsta leikhluta. Logi var í byrjunarliðinu og skoraði 14 stig á 24 mínútum, hitti úr 4 af4 þriggja stiga skotum sínum.
Mynd: www.gijonbaloncesto.com