spot_img
HomeFréttirÍslendingaliðin á siglingu í Svíþjóð

Íslendingaliðin á siglingu í Svíþjóð

Íslendingaliðin í Svíþjóð unnu bæði leiki sína í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni og eru þau bæði með 4 sigra eftir 5 leiki í deildinni en Svíarnir hafa leikið hratt nú í upphafi móts.
Jakob Örn Sigurðarson skoraði 17 stig, hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum og gaf 6 stoðendingar í kvöld þegar Sundsvall lagði Plannja á útivelli 91-81. Jakob hefur leikið gríðarlega vel með Sundsvall undanfarið og var m.a. með 21 stig þegar liðið tapaði sínum eina leik í vetur, gegn Norrköping.
 
Solna var í heimsókn hjá Jamtland í kvöld og fóru þeir með sigur 72-61. Helgi Már skoraði 5 stig í leiknum.
 
Mikið jafnræði er í sænsku deildinni og hafa 6 lið unnið 4 leiki það sem af er og 5 þeirra hafa leikið 5 leiki, aðeins Norrköping er taplaust.
 
Hægt er að skoða tölfræði leikjanna á heimasíðu deildarinnar en þar er einnig að finna tengil á sænskt körfuboltavefsjónvarp þar sem t.d. hefur verði sýnt frá tveimur síðustu leikjum Sundsvall.
 
 
Mynd: www.sundsvalldragons.com
 
 
Fréttir
- Auglýsing -