spot_img
HomeFréttirÍslandsmótið í Stinger 21. september

Íslandsmótið í Stinger 21. september

Laugardaginn 21. september næstkomandi verður Íslandsmótið í Stinger haldið í þriðja sinn. Mótið fer fram í Seljaskóla sem í dag er betur þekktur sem Hertz-Hellirinn. Keppni hefst kl. 16:00 á laugardeginum og er skráningargjaldið litlar 500 krónur.
 
Það eru körfuknattleiksdeild ÍR og Karfan.is sem standa saman að mótinu en þennan sama dag í Hertz-Hellinum verður einmitt haldinn körfuboltadagur ÍR.
 
Fyrsti sigurvegarinn á Íslandsmótinu í Stinger var frjálsíþróttamaðurinn og ÍR-ingurinn Trausti Stefánsson og annar sigurvegarinn var Sæþór Elmar Kristjánsson. Það eru því aðeins ÍR-ingar sem unnið hafa mótið og spurning hvort nokkur hafi það sem þarf til að velta ÍR-ingum úr sessi. Keppt verður í eldri flokki sem tekur skot á stórar körfur og svo minnibolta.
 
Þriggja stiga skyttur landsins hafa ekki verið duglegar að mæta, þetta er sama fólkið og í dag slær um sig með dýrðarsögum af afrekum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna en getur svo aldrei sett peninginn þar sem þverrifan er. Þið vitið hver þið eruð!
  
Fréttir
- Auglýsing -