spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍslandsmeisturunum kippt á jörðina í Þorlákshöfn

Íslandsmeisturunum kippt á jörðina í Þorlákshöfn

Þór lyfti sér upp í 6 sæti Bónus deildar karla með öruggum sigri á Val 94- 69.

Fyrir leik

Þór vann Val  88-95 í fyrri umferð bónus deildar karla. Bæði lið eru á ókunnum slóðum í deild miðað við væntingar og getu, en Þór er í 7 sæti með 12 stig og Valur 8 sæti 10 stig fyrir leikinn í kvöld.

Hjá Þór hafa verið gerðar breytingar yfir hátíðirnar. Fyrst kom Nick T fyrir Marcus B síðan var það Marreon sem hvarf á braut án skýringar og tilkynningar en honum gekk illa að aðlagast og í hans stað kom Mustapha H sem lék með Keflavík um árið en hann hefur undanfarið leikið í Mexíkó.

Hjá Val eru menn að tínast úr meiðslum Ástþór er í búning og fer á gólfið en Kristófer er enn í borgaralegum klæðum. Og Frank Booker er hvergi sjáanlegur.

Byrjunarlið

Þór: J.Sample, Nick.T, Mustapha, Justas, Emil.

Valur: Kristinn, Taiwo, Sherif, Adam, Kári.

Gangur leiks 

Þór setur fyrstu 6 stigin og eru að skipta vel á skrínum og góður bragur á liðinu. Valur er að ströggla smá á móti þessari vörn og augljóst að það vantar uppá sóknar power liðsins. Leikhlutinn endar Þór 23-10 Valur.

Allt annar bragur á sókn Þórs með Tomsick innanborðs sem kveikir í með partý þristum.

Það er einmitt Tomsick sem endar annan leikhluta með Partýþrist af dýrarigerðinni, sem endar 24-17 fyrir Þór.

Staðan eftir fyrri hálfleik er Þór 47-27 Valur.

Valur á augljóslega erfitt sóknarlega auk þess að ráða illa við Þór varnarlega enda þeir þennan þriðja leikhluta með aðeins 17 stig og 26 á sig. Finnur veit að hann er ekki að fara að taka 2 stig héðan í kvöld.

Þegar 3 mínútur eru eftir eru Valur 6 af 32 í þriggja stiga sem segir svolítið um leik Vals.Þór leiddi mest með 35 stigum.

Leikurinn endar Þór 94–69 Valur.

Kjarninn

Frábær leikur hjá Þór sem eiga sæta skipti við KR og komnir í 6 sætið. Hraðir sóknarlega og geta skipt á öllum í vörninni eða svona allt að því. Mikið meiri leikgleði og allt annað andrúmsloft.

Spurning hvenær Valsmenn detta í gírinn en eins og er eru þeir í 8 sæti. Það vantaði alveg rúllið á körfuna og þeir misstu trúnna á skotunum sínum allt of snemma. En það er gamla tuggan „næsti leikur“

Tölfræði

Þór: Nick T 23 stig 7 stoð og 22 frl. Mustapha 21 stig og 27 frl.

Valur: Sherif 25 stig.

Hvað svo?

Valur fær Álftanes í næstu umferð á heimavöll sinn 16.Jan kl 19:15

Á sama tíma fer Þór í Vesturbæinn þar sem þeir mæta KR.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -