Í gærkvöldi fór fram leikur ÍR og Njarðvíkur í Subway deild kvenna. Þar mættust lið íslandsmeistara Njarðvíkur og nýliða ÍR.
Fyrirfram mátti búast við öruggum sigri Njarðvíkur en breiðhyltingar voru staðráðnar í að svo yrði ekki í upphafi leiks. Heimakonur fóru sterkari af stað og voru 17-13 yfir í hálfleik. Nokkuð jafnræði var með liðunum það sem eftir var fyrri hálfleik en gestirnir tóku örstutt skref fram yfir ÍR undir lok hálfleiksins. Staðan að honum loknum, 38-30.
Þrátt fyrir að lokatölurnar segi að munurinn milli liðanna hafi ekki verið mikill er óhætt að segja að sigur Njarðvíkur hafi ekki verið í hættu í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur 18 stig í byrjun fjórða leikhluta. Heimakonur gerðu vel að gefast aldrei upp og börðust til enda. Þannig náðu liðið að saxa aðeins á forystu Íslandsmeistaranna sem orsakaðist í því að lokastaðan var 70-78, Njarðvík í vil.
Í liði ÍR var Jamie Janesse Cherry stigahæst með 19 stig og 7 fráköst. Greeta Uprus var með 16 stig og 9 fráköst í leiknum og þá átti Aníka Linda Hjálmarsdóttir fínan leik og endaði með 5 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar.
Hin ótrúlega Aliyah Collier var að vanda frábær í liði Njarðvíkur og endaði með 29 stig, 18 fráköst, 7 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Raquel Laniero var einnig öflug með 18 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræði Njarðvíkur fékk liðið ekkert stig frá bekknum sínum í kvöld en alt stigaskor liðsins kom frá byrjunarliðinu.
Njarðvík er í öðru sæti deildarinnar eftir fjórar umferðir með þrjá sigra og virðast tilbúnar til að berjast um titilinn á nýjan leik. ÍR aftur á móti situr á botni deildarinnar án stiga en það virðist nokkur stígandi í leik liðsins.