spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistararnir semja við bandarískan leikmann

Íslandsmeistararnir semja við bandarískan leikmann

Íslandsmeistarar Vals hafa samið við Lindsey Pulliam fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.

Lindsey er 24 ára bandarískur bakvörður sem lék í háskólaboltanum með Northwestern háskólanum í Big Ten deildinni. Hún var valin númer 27 af Atlanta Dream í nýliðavalinu í WNBA árið 2021.

Þá spilaði hún með Elazığ İl Özel İdarespor í tyrknesku deildinni 2021 til 2022 og með CB Estudiantes í efstu deild á Spáni á síðasta tímabili. Hún spilaði að auki með báðum þessum liðum í EuroCup.

Fréttir
- Auglýsing -