Íslandsmeistarar Tindastóls hafa framlengt samninga sína við bræðurna Orra Má og Veiga Örn Svavarssyni til næstu tveggja ára. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum nú á dögunum.
Báðir eru þeir 18 ára gamlir og hafa þeir verið hluti af meistaraflokki félagsins frá tímabilinu 2020-21. Á síðasta tímabili léku þeir báðir um 20 leiki fyrir félagið er það vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.