spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir bæta í hópinn

Íslandsmeistararnir bæta í hópinn

Íslandsmeistarar Hauka hafa samið við Amandine Toi fyrir komandi tímabil í Bónus deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Amandine er 178 cm bakvörður sem kemur til Hauka frá Þór Akureyri, en þar skilaði hún 23 stigum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðustu leiktíð.

Emil Barja í fréttatilkynningu félagsins: “Við erum gríðarlega spennt að fá Amandine til liðs við okkur. Hún bætir við hörku og stöðugleika á báðum endum vallarins hjá okkur. Hún passar vel inn í okkar leikstíl og ég er sannfærður um að hún verði lykilmaður hjá okkur í vetur.“

Fréttir
- Auglýsing -