Álftanes varð Íslandsmeistari í dag í minnibolta 10 ára drengja.
Álftnesingar unnu alla sína leiki á lokamótinu sem fram fór um helgina í Keflavík, en Íslandsmeistaratitillinn er sá fyrsti í sögu yngri flokka félagsins
Nokkur spenna var fyrir lokadag mótsins í dag þar sem ásamt Álftanesi, eygðu KR og Njarðvík þess einnig von að hampa þeim stóra í lok dags. Álftanes vann þó góða sigra gegn báðum liðum, fyrst gegn KR, 21-19 og svo gegn Njarðvík, 39-37, eftir framlengingu og gullkörfu í hreint ótrúlegum leik.
Hér fyrir ofan má sjá mynd af sigurliðinu ásamt þjálfara sínum Kjartani Atla Kjartanssyni.
Í færslu Álftaness hér að neðan má nálgast frekari umfjöllun um titilinn.
Fréttir að úrslitum yngri flokka má senda á [email protected]