16:03
Nú fyrir stundu var Íslandi dæmdur sigur gegn Kýpur 2-0 eftir að mikil slagsmál brutust úr í lok úrslitaleiksins. Kýpverjar létu skapið hlaupa með sig í gönur í lok leiksins og börðu harkalega á Íslendingum og leystist leikurinn upp í slagsmál í lokin.
Mikil öryggisgæsla er í húsinu núna og ekki vitað hvað þetta mun þýða fyrir Kýpverja en mikil ánægja er meðal umsjónarmanna með framgöngu Íslands í málinu sem hélt haus allan tímann. RÚV mun væntanlega sýna myndir frá þessu í kvöld en Óskar Nikulásson náði myndum af atburðunum.
En allavega Ísland sigraði Smáþjóðaleika í fyrsta skipti síðan 1993.