spot_img
HomeFréttirÍsland vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í Georgíu - Þorvaldur og Orri...

Ísland vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í Georgíu – Þorvaldur og Orri í úrvalsliðinu

Undir 20 ára karlalið Íslands tapaði rétt í þessu fyrir Serbíu í úrslitaleik Evrópumótsins í Georgíu, 81-67.

Annað sæti því niðurstaða liðsins í B deildinni þetta árið, en þeir munu leika í A deildinni á næsta ári þar sem að efstu 3 liðin í mótinu vinna sig upp um deild. Ásamt Serbíu og Íslandi mun Eistland einnig fara upp um deild eftir að hafa unnið Finnland fyrr í dag í leik um þriðja sætið.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Þorvaldur Orri Árnason með 19 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar. Honum næstur var Sigurður Pétursson með 11 stig og 4 fráköst.

Að móti loknu voru tveir íslenskir leikmenn valdir í fimm manna úrvalslið mótsins, þeir Þorvaldur Orri Árnason og Orri Gunnarsson.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -