spot_img
HomeFréttirÍsland vann æfingamótið með sigri á Finnlandi

Ísland vann æfingamótið með sigri á Finnlandi

Æfingamóti U20 landsliða er lokið í Laugardalshöllinni en þar hafa fjögur mjög sterk lið keppt sín á milli í frábærri skemmtun. Hreinn úrslitaleikur um sigur á mótinu fór fram í kvöld þegar Ísland tók á móti Finnlandi.

 

Íslenska liðið sýndi hreint út sagt ótrúlega frammistöðu og gjörsigraði lið Finnlands sem hafði unnið alla leiki sína til þessa á mótinu. Sigurinn tryggði sigur Íslands á þessu sterka móti og er það gott veganesti í A-deild Evrópumótsins sem fram fer í Grikklandi um miðjan júlí. 

 

Fyrr í dag vann svo Svíþjóð leik sinn gegn Ísrael í spennuleik. Leikur vikunnar hafa verið frábær skemmtun og gríðarlegur árangur íslenska liðsins að vinna sigur á þessu móti. 

 

Úrslit dagsins: 

 

Svíþjóð 73-67 Ísrael

Ísland 75-60 Finnland

Fréttir
- Auglýsing -