Ísland tapaði seinni leik sínum gegn heimamönnum í Kína fyrr í dag með 79 stigum gegn 66. Okkar menn leiddu eftir fyrsta fjórðung en annar fjórðungur stóð eitthvað í þeim líkt og í fyrri leiknum.
Þar náðu heimamenn að byggja upp 22 stiga forskot og staðan í hálfleik 44-22. Samkvæmt kki.is þá var Jakob Sigurðarson stigahæstur með 22 stig og félagi hans Jón Arnór næstur með 21 stig.