spot_img
HomeFréttirÍsland tapaði fyrir heimamönnum í Svartfjallalandi

Ísland tapaði fyrir heimamönnum í Svartfjallalandi

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Podogorica í Svartfjallalandi.

Í dag tapaði liðið sínum öðrum leik í riðlakeppninni fyrir heimamönnum í Svartfjallalandi, 59-73.

Svartfjallaland var taplaust fyrir leik dagsins gegn Íslandi, því um ærið verkefni að ræða fyrir íslensku strákana. Heimamenn sýndu strax í fyrri hálfleiknum hvers þeir væru megnugir. Leiddu með 17 stigum þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum náði Ísland að klóra eilítið í bakkann. Með góðum þriðja leikhluta komu þeir muninum niður í 11 stig fyrir þann fjórða. Í honum gerðu heimamönn þó það sem þurfti til þess að sigla 14 stiga sigri í höfn.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Alexander Knudsen með 8 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar.

Næst leikur liðið á morgun kl. 14:00 gegn Úkraínu, en það mun verða lokaleikur liðsins í riðlakeppni mótsins.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -