spot_img
HomeFréttirÍsland tapaði fyrir Búlgaríu

Ísland tapaði fyrir Búlgaríu

 

Undir 18 ára lið stúlkna keppir þessa dagana á Evrópumóti í Írlandi. Í dag tapaði liðið 58-82 fyrir Búlgaríu í leik upp á sæti 9-16. Næst munu þær því leika um sæti 13-16 gegn Noregi kl. 12:45 á morgun.

 

Búlgaría byrjaði leik dagsins betur, leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhlut, 13-21. Íslensku stelpurnar náðu þá aðeins að rétta hlut sinn fyrir lok fyrri hálfleiks, en voru samt sem áður 5 stigum undir í hálfleik, 33-38.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins gerði Búlgaría út um leikinn. Sigruðu þriðja leikhlutann 31-13 og voru því með 23 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 46-69. Í honum gerðu þær búlgörsku svo það sem þurfti og sigruðu leikinn að lokum með 24 stigum, 58-82.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Þóranna Kika Hodge Carr með 14 stig, 9 fráköst, 2 stoðsendingar og 4 stolna bolta á þeim rúmu 31 mínútu sem hún spilaði.

 

Hérna er tölfræði leiksins

Hérna er meira um liðið

 

Hér má sjá leik dagsins:

Fréttir
- Auglýsing -