spot_img
HomeFréttirÍsland skrefi nær átta liða úrslitum Evrópumótsins eftir öruggan sigur gegn...

Ísland skrefi nær átta liða úrslitum Evrópumótsins eftir öruggan sigur gegn Írlandi

Undir 18 ára lið Íslands lagði Írland rétt í þessu í þriðja leik riðlakeppni sinnar á Evrópumótinu í Rúmeníu, 80-103.

Ísland hefur því unnið tvo leiki í röð, gegn Eistlandi og ÍRlandi, eftir að hafa tapað fyrsta leik mótsins gegn Danmörku.

Sigur dagsins var að miklu leyti til að þakka frábærri frammistöðu liðsins í öðrum leikhluta. Þar náði Ísland að byggja upp um 20 stiga forystu sem þeir héldu meira og minna út leikinn. Írland náði aðeins í eitt skipti að koma muninum niður í 12 stig í upphafi fjórða leikhlutans, en drengirnir spiluðu vel úr því og uppskáru að lokum mjög svo öruggan 23 stiga sigur.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Almar Orri Atlason með 21 stig og 11 fráköst. Þá bætti Daníel Ágúst Halldórsson við 20 stigum, 4 fráköstum, 5 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Ísland fræ nú tvo frídaga áður en þeir leika lokaleik sinn í riðlakeppninni á móti Úkraínu, en sá leikur skiptir gríðarlegu máli upp á hvort liðið fær að leika í átta liða úrslitum mótsins eða ekki.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -