spot_img
HomeFréttirÍsland opnaði Evrópumótið á glæsilegum sigri gegn Slóvakíu

Ísland opnaði Evrópumótið á glæsilegum sigri gegn Slóvakíu

Undir 20 ára kvennalið Íslands lagði rétt í þessu Slóvakíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Makedóníu, 46-50.

Það var lið Slóvakíu sem byrjaði leik kvöldsins betur, leiddu eftir fyrsta leikhluta með 6 stigum, 18-12 og þegar komið var í hálfleik var forysta þeirra 4 stig, 28-24. Slóvakía nær svo áfram að vera skrefinu á undan í upphafi seinni hálfleiksins og eru enn 4 stigum á undan fyrir lokaleikhlutann, 38-34. Með góðum fjórða leikhluta nær Ísland svo að snúa taflinu sér í vil og sigra að lokum með 4 stigum, 46-50.

Atkvæðamest fyrir Ísland var Helena Rafnsdóttir með 10 stig, 8 fráköst og Elísabeth Ægisdóttir bætti við 6 stigum og 12 fráköstum.

Næsti leikur liðsins er komandi mánudag 11. júlí gegn Noregi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -