9:50
{mosimage}
Skyldi Helgi Már lenda í baráttu í dag?
Eftir stórsigur á Andorra í gær bíður Íslendinga að mæta Lúxemborg í dag klukkan 16 að íslenskum tíma. Lúxemborg sigraði San Marino í gær 81-70.
Viðureign þjóðanna í dag er sú tuttugasta og níunda frá upphafi en fyrst mættust liðin í Kaupmannahöfn í janúar 1975. Af þeim 28 leikjum sem liðin hafa leikið hafa Íslendingar sigrað 26 sinnum, aðeins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg 1995 og æfingamóti í Lúxemborg 2002 hafa Lúxemborgarar sigrað. Síðast áttust liðin við í Keflavík í haust í Evrópukeppninni og var þar mikill hasar þar sem m.a. einn leikmaður Lúxemborg var rekinn út eftir samskipti sín við Helga Magnússon.
Önnur úrslit gærdagsins voru þau að Kýpur sigraði Monaco 95-77.
Leikjaplan dagsins:
13:30 Kýpur – Andorra
16:00 Ísland – Lúxemborg
18:30 Monaco – San Marino
Mynd: Gunnar Freyr Steinsson



