spot_img
HomeFréttirÍsland laut í lægra haldi fyrir Danmörku þrátt fyrir hetjulega baráttu

Ísland laut í lægra haldi fyrir Danmörku þrátt fyrir hetjulega baráttu

Undir 18 ára drengjalið Íslands mátti þola tap rétt í þessu gegn Danmörku í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Rúmeníu 87-75.

Mest leiddi Danmörk með 21 stigi í fyrri hálfleik leiksins, en Ísland gerði ansi vel að vinna það niður. Undir lokin vantaði hinsvegar herslumuninn hjá liðinu og því fór sem fór.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Almar Orri Atlason með 23 stig og 10 fráköst. Honum næstur var Daníel Ágúst Halldórsson með 11 stig, 3 fráköst og 6 stolna bolta.

Næsti leikur Íslands er á morgun laugardag 30. júlí gegn Eistlandi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -