spot_img
HomeFréttirÍsland kjöldróg Gíbraltar með 91 stigs mun

Ísland kjöldróg Gíbraltar með 91 stigs mun

Vitað var að þetta yrði ekki erfiður leikur fyrir íslenska liðið en þó ekki búist við slíkum yfirburðum sem stelpurnar okkar sýndu. Alger yfirráð frá fyrstu mínútu. Lið Gíbraltar er frekar slakt en Ísland lét það ekki breyta sínu plani, spiluðu grimman varnarleik frá upphafi til loka leiks. Gíbraltar náði ekki yfir 10 stig á töflunni fyrr en um fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta.
 
 
Ísland réðst ítrekað með hraðaupphlaupum á slaka vörn Gíbraltar og skoraði grimmt úr þeim. Teigurinn var einnig algerlega eign Íslands sem þær nýttu einnig óspart.
 
Þær héldu skotnýtingu Gíbraltar niðri í 21% (10/46) og unnu frákastabaráttuna með yfirburðum 66-29.
 
Helena Sverrisdóttir fór hamförum í fyrri hálfleik, skoraði 20 stig og reif niður 9 fráköst en snéri ökkla og spilaði ekkert í seinni hálfleik. Bryndís Guðmundsdóttir spilaði feiknarvel með 18 stig og 8 fráköst og var alsráðandi inni í teignum. Gunnhildur Gunnarsdóttir endaði leikinn með 14 stig. Sigrún Sjöfn endaði fyrri hálfleik með látum þegar hún setti niður langan þrist rétt áður en flautan gall beint ofan í körfuna. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -