spot_img
HomeFréttirÍsland í áttunda sæti á EM

Ísland í áttunda sæti á EM

Íslenska U20 landsliðið hefur lokið leik í A-deild evrópumótsins þetta árið. Liðið tapaði gegn Þýskalandi í leik um sjöunda sæti mótsins og lýkur því leik í áttunda sæti mótsins. 

 

Ísland byrjaði leikinn frábærlega og leiddi 20-10 eftir fyrsta leikhluta. Þýskaland gerði vel í að bregðast við aðgerðum Íslands og náðu að setja saman góð áhlaup til að ná forystunni í þriðja leikhluta og gekk erfiðlega fyrir Ísland að kom til baka eftir það. 

 

Niðurstaðan er að Ísland er áttunda besta þjóð evrópu í U20 aldursflokki í fyrsta skipti sem liðið tekur þátt. Það þýðir að Ísland mun aftur vera í A-deild að ári og því spennandi verkefni framundan. 

 

Úrslit dagsins í A-deild Evrópmóts U20 landsliða.

 

Ísland 73-79 Þýskaland

Fréttir
- Auglýsing -